Uppsetning á ritli

Það getur haft mikið að segja að hafa ritilinn sinn almennilega uppsettan, enda getur hann hjálpað við að finna villur jafnóðum og kóðinn er skrifaður. Við erum með nokkrar tillögur fyrir þá sem hafa áhuga á að breyta stillingunum fyrir ritilinn sinn.

Þú munt læra

  • Hvaða ritlar eru vinsælastir
  • Hvernig er hægt að sníða kóðann sjálfvirkt

Ritillinn þinn

VS Code er á meðal allravinsælustu ritla í notkun. Margar viðbætur eru í boði og ritillinn samtengist vel vinsælum þjónustum eins og GitHub. Flest þau sérkenni sem útlistuð eru á þessari síðu eru studd og hann er auðstillanlegur.

Á meðal annarra vinsælla ritla við React þróun má nefna:

  • WebStorm er samþætt þróunarumhverfi (e. IDE) sérhannað fyrir JavaScript.
  • Sublime Text er með innbyggðan stuðning fyrir JSX og TypeScript, litakóðun fyrir málskipan, og sjálfvirkar útfyllingar á kóða.
  • Vim er einstaklega stillanlegur ritill sem var upphaflega þróaður til að gera hvers lags textavinnslu skilvirka. Fyrirrennari þess, „vi“, er innifalinn í flestum UNIX stýrikerfum, m.a. macOS.

Sumir ritlar eru með þessi sérkenni innbyggð, en aðrir gætu karfist utanaðkomandi viðbótar. Athugaðu hvað þinn ritill styður til að vera viss!

Lóarar (e. linter)

Lóarar finna vandamál í kóðanum á meðan þú skrifar hann og hjálpa þér að leysa þau sem fyrst. ESLint er opinn hugbúnaður og gott dæmi um vinsælan lóara fyrir JavaScript.

Gakktu úr skugga um að allar reglurnar í eslint-plugin-react-hooks séu í notkun. Þær eru bráðnauðsynlegar og hjálpa þér að finna allar vandamestu villurnar strax. Make sure that you’ve enabled all the eslint-plugin-react-hooks rules for your project. They are essential and catch the most severe bugs early. Þessar reglur eru innifaldar í eslint-config-react-app forstillingunni.

Forsnið

Það síðasta sem flestir vilja standa í þegar unnið er að kóða í sameiningu með öðrum er að lenda í deilum um dálkhök og bil! Sem betur fer erum við með Prettier sem getur hreinsað kóðan þinn með því að sníða hann eftir ákveðnum stillingum. Keyrðu Prettier og það mun breyta öllum dálkhökum í bil–og inndrátturinn, gæsalappir, o.s.frv. verða öll uppfærð í samræmi við stillingarnar. Það er upplagt að stilla ritilinn þannig að Prettier keyri sjálfvirkt þegar þú vistar breytingar.

Þú getur innset Prettier viðbótina í VS Code með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

  1. Ræstu VS Code
  2. Notaðu flýtivalmynd (ýttu á CTRL/CMD + P)
  3. Límdu ext install esbenp.prettier-vscode
  4. Ýttu á færslulykil

Að sníða sjálfvirkt við vistun

Það er ákjósanlegt að sníða kóða sjálfvirkt þegar hann er vistaður. VS Code er með stillingu til þess að gera þetta!

  1. Í VS Code, ýttu á CTRL/CMD + SHIFT + P
  2. Skrifaðu „settings“
  3. Ýttu á færslulykil
  4. Skrifaðu „format on save“ í leitinni
  5. Hakaðu við „format on save“

Ef þú ert með ESLint uppsett þá gætirðu lent í því að stillingar þess séu ekki í samræmi við stillingarnar á Prettier. Það er mælt með að afstilla allar sniðsstillingar í ESLint með því að nota eslint-config-prettier og þá kannar ESLint bara notkunarvillur. Notaðu prettier --check í prófanaferlinu til að sjá um að allar skrár séu sniðnar sjálfvirkt áður en kóðagrein er tvinnuð.